Við erum Stúdíó Suð

Við bjóðum upp á hljóðdempandi listaverk → Vistvænar og hágæða hljóðvistarlausnir sem sameina fagurfræði og virkni.

Hljóðlist

Hljóðlist er ný lausn sem sameinar sjálfbærni, hágæða hljóðvist og sjónlist. Hér tvinnium við saman hönnun og list með hljóðdempandi málverkum og prentverkum.

Hljóð í rými

Hljóðvist eða hljómgæði rýmis er mikilvægur þáttur til þess að einstaklingum líði vel í umhverfi sínu. Þegar hljóðvist er léleg getur myndast mikið bergmál og óþægilegar tíðnir magnast upp. Slæm hljóðvist hefur áhrif á einbeitingu, heilsu og lífsgæði.

Efniviður

Málverk
Akrýl á hör
Hljóðgleypir: þéttull
Rammi: gegnheil eik
Prentverk
Akrýl á bómul
Hljóðgleypir: þéttull / endurunninn textíll
Rammi: eik / fura

Markús

Markús Bjarnason er hönnuður og listamaður sem vinnur á mörkum hönnunar og myndlistar. Hann lærði grafíska hönnun og sjónræn samskipti við Listaháskóla Íslands, en í verkum sínum sameinar hann hönnun og list, notagildi og fagurfræði. Hann býr til hljóðdempandi listaverk sem draga í sig óæskilegar tíðnir og bæta þannig hljóðvist rýmisins sem þau eru í.

Heiðbjört

Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir er viðskiptafræðingur með sérhæfingu í sjálfbærnistjórnun. Heiðbjört er framkvæmdarstjóri Stúdíó Suð og er með víðtæka reynslu af verkefnastjórnun. Hún beinir athyglinni meðal annars að sjálfbærum lausnum og er drifkrafturinn í því að koma endurnýttum efnisvið inn á hönnunnarstig.

Hafa samband

Við tökum að okkur sérpantanir og vinnum verk í samráði við viðskiptavini. Við gerum verk í fjölbreyttum stærðum, eftir því hvað hentar rýminu og aðstæðum hverju sinni. Einnig höldum við reglulega sýningar þar sem hægt er að skoða verkin í nærveru.

Valdar SýningarStaðsetningÁr
ÁttavitarAkranesviti2022
Suð í NúllinuNúllið gallerí2024
Suð á HönnunarMarsHafnarhús2025
Suð í EpalEpal gallerí2025