Stúdíó Suð

Hljóðdempandi málverk eftir Markús Bjarnason. Hafið samband varðandi fyrirspurnir um verk til sölu eða sérpantanir. Velkomið er að líta við á vinnustofunni og skoða úrvalið.

Hljóð í rými

Hljóðvist eða hljómgæði rýmis er mikilvægur þáttur til þess að einstaklingum líði vel í umhverfi sínu. Þegar hljóðvist er léleg getur myndast mikið bergmál og óþægilegar tíðnir magnast upp. Slæm hljóðvist hefur áhrif á einbeitingu, heilsu og lífsgæði.

Efniviður

Málverk
Akrýl á hör
Hljóðgleypir: þéttull
Rammi: gegnheil eik
Prentverk
Prentað á hör
Hljóðgleypir: þéttull
Rammi: gegnheil eik


Markús

Markús Bjarnason er hönnuður og listamaður sem vinnur á mörkum hönnunar og myndlistar. Hann lærði grafíska hönnun og sjónræn samskipti við Listaháskóla Íslands, en í verkum sínum sameinar hann hönnun og list, notagildi og fagurfræði. Hann býr til hljóðdempandi listaverk sem draga í sig óæskilegar tíðnir og bæta þannig hljóðvist rýmisins sem þau eru í.

Heiðbjört

Heiðbjört Arney Höskuldsdóttir er viðskiptafræðingur með sérhæfingu í sjálfbærnistjórnun. Heiðbjört er framkvæmdarstjóri Stúdíó Suð og er með víðtæka reynslu af verkefnastjórnun. Hún beinir athyglinni meðal annars að sjálfbærum lausnum og er drifkrafturinn í því að koma endurnýttum efnisvið inn á hönnunnarstig.

Heimir

Heimir Snær er myndlistarmaður með djúpa listræna innsýn og fjölbreytta reynslu af sjónrænum miðlum. Hann er með BA Hons gráðu í myndlist frá University of Cumbria og meistaragráðu frá Listaháskóla Íslands. Heimir er nýjasti meðlimur Stúdíó Suð teymisins og kemur með ferska sýn og skapandi hæfileika inn í framleiðslu á hljóðdempandi listaverkum.

Hafa samband

Við tökum að okkur sérpantanir og vinnum verk í nánu samráði við viðskiptavini. Verkin geta verið í fjölbreyttum stærðum og útfærslum, eftir því sem hentar rými og aðstæðum hverju sinni. Reglulega höldum við sýningar þar sem gestir fá tækifæri til að upplifa verkin í eigin nærveru.

Valdar SýningarStaðsetningÁr
Suð í EpalEpal gallerí2025
Suð á HönnunarMarsHafnarhús2025
Suð í NúllinuNúllið gallerí2024
ÁttavitarAkranesviti2022